SS og BK hækka verð til kúabænda
03.08.2005
Í gær hækkuðu bæði Sláturfélag Suðurlands (SS) og Borgarnes kjötvörur (BK) verð sín til kúabænda. SS hækkaði tvo flokka en BK breytti flestum verðum. Eftir verðbreytinguna greiðir SS hæsta verð samkvæmt verðlíkani LK og BK 5. hæsta verðið yfir landið. Greiðslukjör allra sláturleyfishafa fyrir K
og UN flokka eru nú á líkum nótum ef frá eru talin kjörin sem Kaupfélag Vestur Húnvetninga býður sínum viðskiptavinum, en þar fá kúabændur fyrst greitt fyrir innleggið 30. dag næsta mánaðar eftir innleggsmánuð eða allt að einum og hálfum mánuði síðar en hjá mörgum öðrum sláturleyfishöfum.
Þá eru greiðslukjör fyrir kálfa mjög misjöfn. Margir sláturleyfishafar greiða fyrir kálfana 1-2 vikum eftir slátrun en slökust eru greiðslukjörin hjá SS, þar sem bændur fá fyrst greitt fyrir innleggið 25. dag fjórða mánuðar eftir innleggsmánuð!
Full ástæða er til þess að brýna bændur í því að yfirfara vel verðlistana, sem og greiðslukjörin áður en sláturleyfihafi er valinn til þess að slátra nautgripum.