Beint í efni

SS menn verðlaunaðir á sýningunni Matur 2004

01.03.2004

Á sýningunni Matur 2004, sem fram fór um helgina, var haldin fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna og voru úrslit kynnt í gær. Nautakjötið átti upp á pallborðið hjá dómnefndinni en Víkingakæfa úr nautakjöti frá SS var valin athyglisverðasta nýjung keppninnar. Þá vann Jóhann Gunnar Guðmundsson hjá SS keppnina um besta áleggið úr nautakjöti, en hann útbjóð kálfapate með rifsberjahlaupi.

Í kjölfar niðurstaðna keppninnar stendur SS til boða þróunarstyrkur frá LK til að vinna að markaðssetningu á kálfapatéinu. Þetta er þriðja fagkeppnin í röð sem fulltrúar frá SS vinna til verðlauna í flokki nautakjöts.