
SS lækkar verð á fóðri
01.12.2016
Í dag, 1. desember, lækkar SS verð á óerfðabreyttu fóðri. Alls lækkar kúafóður um 2,5 – 3% og kálfa og nautaeldisfóður um 3%. SS lækkaði síðast fóðurverð 1. október síðastliðinn og er þetta fjórða verðlækkunin á einu ári.
Lækkunin nemur allt að 15,5% á óerfðabreyttu kúafóðri á þessu timabili. Þess ber að geta að SS hækkaði ekki fóðurverð í síðastliðnum júlímánuði, eins og aðrir innlendir fóðurframleiðendur gerðu. Lækkunin, að þessu sinni, stafar af styrkingu krónunnar.
Nánari upplýsingar gefur Elías Hartmann í síma 575 6005 segir í fréttatilkynningu SS um verðlækkunina/SS.