SS lækkar kjarnfóðurverð
15.09.2011
SS hefur lækkað verð á kjarnfóðri og tók ný verðskrá gildi þann 12. september sl. K 16 lækkar um 2,4% og K 20 um 3,0%. Aðrar blöndur eru á óbreyttu verði. Lækkunin er tilkomin vegna breytinga á innkaupsverði, að því er segir í tilkynningu frá félaginu./BHB