SS hækkar verð á nautgripakjöti til bænda
26.07.2004
Sláturfélag Suðurlands (SS) hefur nú hækkað verð á nautgripakjöti til bænda um 6% og eftir þessar verðbreytingar greiðir SS nú hæsta verð á landinu fyrir lang flesta flokka nautgripakjöts. SS er í dag leiðandi á sláturmarkaði fyrir nautgripi, með um 30% sláturmarkaðar fyrir ungnaut og 33% sláturmarkaðar fyrir kýr. Búist er við tíðindum af verðbreytingum annarra sláturleyfishafa á næstunni.
Smelltu hér til að skoða verð sláturleyfishafa til bænda