Beint í efni

SS hækkar verð á nautgripakjöti

28.02.2008

Sláturfélag Suðurlands hefur hækkað verð á nautgripakjöt til bænda, frá og með mánudeginum 24. febrúar sl. Þetta er fyrsta verðbreyting á nautgripakjöti í rúmt ár. Verðbreytingar eru misjafnar milli flokka, þær mestu eru um 10 kr á kg kjöts, sumir flokkar hækka þó ekkert. Hér er að finna verðskrá sláturleyfishafa og verðlíkan LK, en SS er sem fyrr efst á lista þar.

Er verðbil á þeim sláturleyfishafa sem best borgar og þeim sem býður lökust kjör 4,6% samkvæmt niðurstöðum verðlíkansins. Í ljósi gífurlegra verðhækkana sem orðið hafa á aðföngum bænda, mega aðrir sláturleyfishafar mjög gjarnan hækka verð til bænda svo fljótt sem verða má.