Beint í efni

SS hækkar verð á nautakjöti um 2%

29.10.2010

Eftirfarandi tilkynning hefur borist frá Sláturfélagi Suðurlands:

 

Sala á nautgripakjöti hefur gengið vel síðustu vikur og því hefur Sláturfélagið ákveðið að hækka verð á nautakjöti til bænda frá og með 1. nóvember 2010.

Um er að ræða hækkun á bilinu 8-11 kr/kg. mismunandi eftir gæðaflokkun.  Vegin meðaltalshækkun er liðlega 2%.

Uppfærðan verðlista sláturleyfishafa má sjá með því að smella hér