Beint í efni

SS hækkar nautakjötsverð til bænda um 2,6%

14.03.2012

Sláturfélagið hefur hækkað verð nautakjötsverð til bænda frá og með 12. mars sl. Hækkunin nemur allt að 3,3% í einstökum flokkum, en vegin meðaltalshækkun er 2,6%. UN 1 A hækkar um 17 kr/kg og K1U A um 12 kr/kg, svo dæmi séu tekin. Ekki eru gerðar breytingar á flutningsgjaldi, heimtökukostnaði eða öðrum liðum. Sjá má verðlista sláturleyfishafa með því að smella á hlekkinn hér að neðan./BHB

Verðlisti sláturleyfishafa 14. mars 2012