Beint í efni

SS greiðir 2,15% uppbót á afurðaverð 12. mars

06.03.2012

Svofelld tilkynning hefur borist frá Sláturfélagi Suðurlands:

 

„Stjórn SS hefur ákveðið að greiða bændum 2,15% uppbót á afurðaverð allra kjöttegunda fyrir árið 2011. Uppbótin verður greidd inn á bankareikninga bænda 12. mars næstkomandi.

Stefna SS er að greiða samkeppnishæft afurðaverð hverju sinni og góð afkoma liðins árs gerir þessa uppbót mögulega.“