Beint í efni

Spurningar ESB vegna landbúnaðar

10.09.2009

Í fyrradag afhenti Olli Rehn, stækkunarstjóri ESB, íslenskum stjórnvöldum spuningalista er varða umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Alls eru spurningarnar um 2.500 talsins og skal ýtarlegum svörum við þeim skilað þann 16. nóvember n.k. Því er ljóst að þessu verkefni fylgir mikil vinna og kostnaður, ásamt því að talsverður hluti stjórnsýslunnar mun vart gera annað á meðan svörin verða í vinnslu. Með því að smella hér má sjá þann hluta spurninganna er lúta að landbúnaði.