Sprettur tilkynnir áburðarverð 2013
15.02.2013
Skeljungur, umboðsaðili fyrir Sprett áburð hefur gefið út verðskrá fyrir árið 2013. Þar ber helst til tíðinda að verð hækkar að jafnaði um 3,5% milli ára, þá eykst úrvalið um fimm tegundir. Breytingar á verði eru misjafnar milli tegunda; NP 25-5 lækkar um 0,6% milli ára, á meðan N27 hækkar um 10,6%. Nánar má sjá verðsamanburð milli ára á nokkrum tegundum í töflunni hér að neðan. Verðskrána í heild fyrir árið í ár og 2012 má sjá með því að smella á hlekkina neðst í pistlinum./BHB
Tegund | Verð 2012 | Verð 2013 | Breyting |
N27 | 63.951 | 70.578 | 10,4% |
NP 25-5 | 74.426 | 74.047 | -0,6% |
NPK 20-5-13 – Avail + Se | 81.587 | 84.677 | 3,8% |
NPK 16-15-12 | 85.259 | 86.577 | 1,5% |
NPK 20-12-8 + Se | 84.365 | 85.341 | 1,2% |