Beint í efni

Sporléttur kúasmali!

13.04.2005

Nú hafa starfsmenn á vegum REMFLÓ HF lokið við uppsetningu á svokölluðum Kúasmala að Móeiðarhvoli í Rangárvallasýslu. En þetta er tæki sem sér um að reka kýrnar af biðplássum og flórum að mjaltabás. Uppbygging Kúasmalans í stórum dráttum er þannig að keyrslubraut er komið fyrir yfir því svæði sem Kúasmalinn á að vinna með, á keyrslubrautina 

kemur svo hjólagrind með þverslá með niðurhangandi grönnum keðjum, hjólagrindin er tengd rafmótor sem dregur hana fram og til baka eftir þörfum, en keyrslunni er stjórnað með hnapp í mjaltagryfjunni. Má því segja að keðjurnar myndi færanlega girðingu á því svæði sem þær fara um, ekki er vafi á að svona tæki sparar mörg sporin á mjaltatímum. Kúasmalinn er framleiddur hjá SAC í Danmörku, áður hefur REMFLÓ HF sett upp Kúasmala á Hólmi í Ranárvallasýslu.