Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Sporléttur kúasmali!

13.04.2005

Nú hafa starfsmenn á vegum REMFLÓ HF lokið við uppsetningu á svokölluðum Kúasmala að Móeiðarhvoli í Rangárvallasýslu. En þetta er tæki sem sér um að reka kýrnar af biðplássum og flórum að mjaltabás. Uppbygging Kúasmalans í stórum dráttum er þannig að keyrslubraut er komið fyrir yfir því svæði sem Kúasmalinn á að vinna með, á keyrslubrautina 

kemur svo hjólagrind með þverslá með niðurhangandi grönnum keðjum, hjólagrindin er tengd rafmótor sem dregur hana fram og til baka eftir þörfum, en keyrslunni er stjórnað með hnapp í mjaltagryfjunni. Má því segja að keðjurnar myndi færanlega girðingu á því svæði sem þær fara um, ekki er vafi á að svona tæki sparar mörg sporin á mjaltatímum. Kúasmalinn er framleiddur hjá SAC í Danmörku, áður hefur REMFLÓ HF sett upp Kúasmala á Hólmi í Ranárvallasýslu.