Beint í efni

Sporin sem hræða

22.05.2019

Sú stétt bænda sem hefur hvað bitrasta reynslu af sjúkdómum í búfé eru sauðfjárbændur. Riðuveiki, mæðiveiki og garnaveiki eru dæmi um sjúkdóma sem bárust til landsins með innflutningi búfjár. Þessir sjúkdómar hafa valdið hvað mestum búsifjum í Íslandssögunni og stórkostlegu fjárhagslegu tjóni fyrir þjóðina alla. Sú reynsla sem við sauðfjárbændur búum yfir ætti að vera okkur Íslendingum víti til varnaðar. Ákvarðanir sem teknar eru um að stefna heilsu manna og dýra í hættu eru ekki teknar aftur. Það hefur sagan kennt okkur. Þó svo að frumvarp landbúnaðarráðherra um innflutning á hráu ófrosnu kjöti fjalli ekki um neinar þær leiðir sem liðka um fyrir innflutningi búfjár fjallar það um að aflétta ákveðnum öryggisviðmiðum af innflutningi á hráu kjöti og öðrum afurðum sem geta borið þá sjúkdóma að ákveðnu marki sem áður eru nefndir.