Beint í efni

Spá um rigningartíð í Argentínu lækkar kornverð

06.02.2013

Framvirkir sölusamningar með korn á mörkuðum í Bandaríkjunum lækkuðu umtalsvert í gær. Ástæðan felst í nýrri úrkomuspá fyrir Argentínu þar sem útlit er fyrir meiri rigningu en áður, sem aftur leiðir væntanlega til meiri uppskeru þar en búist var við. Argentína er þriðji stærsti útflytjandi á bæði sojabaunum og hveiti og hefur ástand þar veruleg áhrif á kornverð um allan heim og þar með m.a. á kjarnfóðurverð hér á landi!

 

Hvernig verðið þróast á mörkuðum er hinsvegar verulegt áhyggjuefni enda ríkir þar spákaupmennska þar sem óþresktar uppskerur eru m.a. seldar fyrirfram og oft staðgreiddar til bænda við spírun. Þá eru mörg dæmi um að sama uppskeran er getur verið margseld áður en loksins kemur að því að skurðarbrettið rennur eftir akrinum. Auka milliliðir eru því farnir að hirða hluta af mögulegum tekjum kornbænda og það getur vart þýtt annað en hækkað verð til annarra kaupenda og lægra verðs til bænda/SS.