
Spá sölusamdrætti í Bandaríkjunum næstu árin
31.03.2017
Samkvæmt nýlegri skýrslu um markaðsmál í Bandaríkjunum, sem gefin var út af markaðsrannsóknafyrirtækinu Mintel, mun verða verulegur samdráttur í sölu mjólkur í Bandaríkjunum næstu árin. Undanfarna áratugi hefur drykkjarmjólk gefið nokkuð eftir á bandaríska markaðinum en margskonar mjólkurdrykkir hins vegar sótt í sig veðrið. Framundan eru þó erfiðir tímar þar í landi ef marka má skýrslu Mintel sem spáir alls 11% samdrætti í sölu fram til ársins 2020. Skýringin á því er mikil aukning í sölu vara sem minna um margt á mjólkurdrykki, en eru að uppruna unnar úr afurðum úr plönturíkinu.
Mintel spáir því að svokallaðir „non dairy“ drykkir, þ.e. drikkir sem ekki innihald mjólk, muni verða seldir fyrir 3 milljarða bandaríkjadala árið 2020 en á sama tíma að mjólkurdrykkir muni velta 15,9 milljörðum dollara það ár en í dag nemur velta mjólkurdrykkja í Bandaríkjunum 17,6 milljörðum bandaríkjadala. Í skýrslu Mintel segir að gangi þessi þróun eftir þá muni það ógna verulega bandarískri mjólkurframleiðslu/SS.