Beint í efni

Spá hækkandi afurðaverði til 2019

16.06.2010

Í nýrri skýrslu hagfræðinga OECD, Sameinuðu þjóðanna og FAO sem birt var 15. júní, er talið að afurðaverð á heimsvísu til bænda muni hækka á næstu 10 árum á flestum sviðum landbúnaðar. Niðurstöður skýrslunnar, Agricultural Outlook 2010-2019, gefa þó til kynna að hækkanir á heimsmarkaði muni varla ná þeim miklu hækkunum sem urðu 2007-2008, fyrir hrunið. Búist er við að hækkun mjólkurafurða verði á bilinu 16 til 45 prósent en að sama skapi muni nautakjöt einungis hækka óverulega. Þá er reiknað með því að svínakjötið muni gefa eftir á næsta áratug, vegna stóraukinnar svínakjötsframleiðslu í bæði Brasilíu og Kína. Smelltu á myndina til þess að sjá súlurit úr skýrslunni þar sem fram koma ætlaðar breytingar.