Beint í efni

Spá allt að 22% hækkun á mjólkurverði til bænda í Nýja-Sjálandi

16.06.2010

Fonterra, lang stærsta afurðastöðin á Nýja-Sjálandi og þótt víðar væri leitað, hefur nú gefið út spá um afurðaverð til bænda verðlagsárið 2010/2011 sem hófst 1. júní sl. Útlit er fyrir að mjólkurverðið fari í allt að 0,673 NZ$ á lítrann úr 0,551 NZ$ á fyrra verðlagsári, sem er hækkun um 22,1%. Ef spárnar ganga eftir

verður þetta hæsta verð sem markaðurinn hefur greitt fyrir mjólkurlítrann sl. 10 ár eða um 59,7 krónur/lítrann.

 

Ýmsir óvissuþættir eru þó enn inni í myndinni vegna mikilvægis erlendra markaða fyrir Fonterra. Þar vega þyngst þróun heimsmála og kaupgeta, ásamt gengisþróun.

 

Verðþróun í Nýja-Sjálandi skiptir kúabændur um allan heim verulegu máli, enda hefur heimsmarkaðsverð ávalt fylgt mjög náið verðinu í Nýja-Sjálandi, vegna stærðar útflutningsmarkaðarins. Það má því búast við því að ef spárnar ganga eftir, þá muni afurðaverð til kúabænda víða um heim fara hækkandi á komandi misserum.

 

 

 

Byggt á DIN, Vol 22, nr.3