Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Spá 50% meiri mjólkurframleiðslu árið 2030!

15.06.2018

Ársfundur samtakanna IFCN, International Farm Comparison Network, var haldinn á mánudaginn en IFCN eru samtök sem gegna því hlutverki að safna og bera saman margskonar upplýsingar um mjólkurframleiðslu heimsins og m.a. um framleiðslukostnað mjólkur á milli landa. Á fundinum kom m.a. fram sú spá samtakanna að vegna stóraukinnar eftirspurnar eftir mjólk og mjólkurvörum á komandi árum þá þurfi að tvöfalda heimsframleiðslu mjólkur frá því núna og fram til ársins 2030. Skýringin felst ekki eingöngu í fjölgun íbúa heimsins heldur ekki síður í aukinni neyslu mjólkurvara samhliða auknum kaupmætti í mörgum löndum.

Fram kom að ársframleiðslan árið 2017 hafi verið 876 milljón tonn og jókst framleiðslan um 4% frá árinu 2016. Stærstu framleiðslusvæðin eru sem fyrr Eyjaálfa, lönd Evrópusambandsins og Indland. Þá var því jafnframt spáð að bú myndu halda áfram að stækka og tæknivæðast og spáir IFCN að meðalframleiðsla núverandi búa í mjólkurframleiðslu muni vaxa um meira en 50% á komandi 12 árum/SS.