Beint í efni

Sömu eigendur að Fóðurblöndunni, Bústólpa, Vallhólma og Áburðarverksmiðjunni

03.08.2005

Nú liggur fyrir að gengið hefur verið frá kaupum hóps fjárfesta, með Kaupfélag Skagfirðinga í broddi fylkingar, á Fóðurblöndunni hf. (FB) og Bústólpa hf. (dótturfélag FB) af Lýsi hf. en greint var frá því hér á vefnum í gær. Óvíst er um kaupverð. Staðfest hefur verið við tíðindamann LK að eignarhaldsfélögin sem eiga félögin í dag munu falla inn í FB og Áburðarverksmiðjuna, en að ekki hafi verið tekin endanleg ákvörðun um samruna

fyrirtækjanna í heild.

 

KS er einn aðaleigandi fyrirtækisins Sveitir ehf. sem á og rekur Áburðarverksmiðjuna hf. en meðeigendur KS í Sveitum ehf. eru Kaupfélag Borgfirðinga og Kaupfélag Héraðsbúa. Eftir uppkaup þessara aðila á FB og þar með Bústólpa munu þessir aðilar eiga einhver öflugastu fyrirtækin hér á landi á sviði þjónustu við bændur og liggur fyrir að kúabændur verða þar og eru raunar nú þegar með ein umsvifamestu viðskiptin.