Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Sölusamdráttur á mjólk í Bretlandi

07.02.2017

Á sama tíma og hér á landi hefur gengið afar vel með sölu mjólkurvara er hreint ekki sömu sögu að segja um stöðuna í Bretlandi. Sé t.d. litið til heildarmagns seldrar mjólkur í Bretlandi þá varð alls 0,3% samdráttur í sölunni árið 2016 í samanburði við árið 2015. Þó náðist heldur meira út úr markaðinum en heildarveltan jókst um 0,8% á þessum sama tíma en mjólkurvörur í Bretlandi hækkuðu að jafnaði um 1,1% á síðasta ári.

Sé horft til einstakra flokka þá er áhugavert að skoða hvernig skipting á drykkjarmjólk er á breska markaðinum en 86,8% af drykkjarmjólkursölunni er hefðbundin gerilsneydd mjólk. Örsíuð mjólk, en það er mjólk sem fer í gegnum örfínar síur sem fjarlægja bakteríur úr hrámjólkinni, stóð undir 5,2% af sölunni og G-mjólk, eða sem kölluð er UHT mjólk erlendis, stóð undir 4,3% af sölunni og aðrar mjólkurgerðir stóðu svo undir síðustu 3,7%/SS.