Sölufélag Austur-Húnvetninga hækkar verð
03.08.2004
Um mánaðarmótin hækkaði Sölufélag Austur-Húnvetninga verð á flestum flokkum nautgripakjöts til bænda. Verðhækkunin er nokkuð misjöfn á milli flokka, en Sölufélagið greiðir nú að jafnaði hæstu verð allra sláturhúsa á Norðurlandi. Sláturhúsið á Hellu greiðir þó enn hæstu verð landsins á alla algengustu flokka nautgripakjöts.
Smelltu hér til að sjá verð sláturleyfishafa á nautgripakjöti