
Söluaukning á mjólk og mjólkurvörum í október
14.11.2003
Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði hafa tekið saman upplýsingar um sölu á mjólkurvörum í október. Í yfirlitinu kemur fram að neysluaukning varð í flestum vöruflokkum ferskvöru. Skyr heldur áfram að seljast vel og varð aukningin miðað við sama tíma og í fyrra 24,1%. Á sama tíma varð samdráttur nokkrum öðrum vöruflokkum s.s. á ostum. Þrátt fyrir það, varð heildaraukning í sölu mjólkurvara og ef litið er til síðustu þriggja mánaða nemur aukningin 3,4%.