Beint í efni

Söluaukning á mjólk í september

23.10.2003

Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði hafa tekið saman upplýsingar um sölu mjólkurafurða í september og samkvæmt bráðabirgðayfirliti varð aukning í sölu mjólkur (öll drykkjarmjólk) um 3,8% í september miðað við september 2002, sem og í allflestum öðrum vöruflokkum. Ef skoðaðar eru tölur sl. 12 mánuði, kemur hinsvegar í ljós að mjólk hefur heldur verið að tapa markaði (0,9% samdráttur).

 

Á móti kemur að aukning er sl. 12 mánuði í sölu á skyri, rjóma, jógúri og ostum og er heildarniðurstaðan því sú að samanlögð sala mjólkurvara er óbreytt sl. 12 mánuði miðað við fyrra ár. Á sama tíma hefur þó Íslendingum fjölgað og því þýðir það í raun að heildarneysla á hvern íbúa er heldur minni nú en fyrir ári síðan.

 

Smelltu hér til að sjá söluyfirlit SAM fyrir september 2003.