Beint í efni

Sóleyjar valda tapi hjá nýsjálenskum kúabændum

08.06.2012

All sérstakur ”faraldur” geysar í Nýja-Sjálandi en þar eru á ferð brennisóleyjar! Kúabændur landsins byggja að lang stærstum hluta mjólkurframleiðslu sína á grasbeit kúa og því er þeim afar mikilvægt að fullnýta uppskerugetu akranna. Hingað til hefur beitarökrum verið haldið illgresislausum með því að nota eitur en nú er kominn fram stofn af brennisóleyjum sem lifir af meðferðina og útbreiðsla þessa stofns sóleyja vex dag frá degi.

 

Samkvæmt vísindamönnum í Nýja-Sjálandi gerðist þetta vegna endurtekinnar notkunar bændanna á sömu eiturefnunum, en fyrstu sóleyjar af þessum stofni fundust fyrir um áratug. Í dag má finna þessa þolnu gerð af sóleyjum í sex af 17 mjólkurframleiðsluhéruðum landsins og er fátt til ráða annað en róttæk endurræktun með tilheyrandi kostnaði. Talið er að tekjutap bændanna af hverjum hektara, þar sem sóleyjar af þessum stofni hafa komið sér fyrir, nemi um 100.000 íslenskum krónum á ári vegna verri nýtingar til beitar/SS.