Beint í efni

Sóknarfæri til sveita stuðlar að aukinni atvinnusköpun

07.02.2008

Átaksverkefninu "Sóknarfæri til sveita" er ætlað að stuðla að aukinni atvinnusköpun á bændabýlum. Megináherslur verkefnisins eru stuðningur við bændur og bændafólk í leit að hvers konar nýjum atvinnutækifærum og möguleikum til aukinnar tekjuöflunar til sveita. Aðstoðin felst m.a. í mati á hugmyndum og fjármögnun þeirra, öflun og miðlun upplýsinga, sköpun tengsla milli aðila ásamt fleiru.

Ert þú með óskir um fræðslu um möguleg viðskiptatækifæri varðandi stofnun og rekstur fyrirtækja? Vantar þig upplýsingar um styrkjakerfi fyrir frumkvöðla? Vantar þig upplýsingar um framleiðsluferli, markaðsmál, einkaleyfi eða annað?

Á stikunni hér til vinstri eru krækjur á ýmsa innlenda og erlenda sjóði, ráðgjafa og upplýsingaveitur sem geta komið að gagni fyrir fólk með viðskiptahugmyndir – og fólk í leit að hugmyndum. Á stikunni til hægri er hugmyndabanki og verkfærakista fyrir frumkvöðla og krækjur á nokkrar áhugaverðar síður.

Við höldum reglulega kynningarfundi um nýsköpun og viðskiptatækifæri á landsbyggðinni í samvinnu við Lifandi landbúnað, búnaðarfélög, atvinnuþróunarfélög og fleiri aðila. Hafið samband við Árna Jósteinsson, verkefnisstjóra, í síma 563-0300 eða sendið póst á aj@bondi.is.

Verkefnið hófst í ársbyrjun 2005 og er Framleiðnisjóður styrktaraðili þess. Upphaflega var það hugsað sem tveggja ára verkefni. Að loknum fyrstu tveimur árunum var samið um áframhaldandi stuðning Framleiðnisjóðs við verkefnið og áherslum þess breytt. Nú er höfuðáherslan löggð á heimavinnslu- og sölu afurða / matvæla beint frá býli og starfrækslu sveitamarkaða, - bændamarkaða.