Beint í efni

Soja fellur í verði

05.02.2010

Þar sem sojabaunir eru nú orðnar einn helsti próteingjafinn í fóðri mjólkurkúa, er mikilvægt að fylgjast með verðlagi á þeim. Samkvæmt kornbasen.dk er heimsmarkaðsverð á sojabaunum 267 $/tonn, eða rúmlega 34.000 kr/tonnið. Ein af ástæðum lækkandi verðs er að dalurinn hefur verið að styrkjast að undanförnu, sem hefur áhrif á útflutningsmöguleika USA, sem er stór framleiðandi á soja. Önnur og ekki síðri ástæða er að horfur eru á algerri metuppskeru á soja í Brasilíu, að mati bandaríska landbúnaðarráðuneytisins verður hún heilar 65 milljónir tonna. Þá eru uppskeruhorfur einnig góðar í Argentínu.

Á markaði í Danmörku er verðlækkunin staðreynd, þó er mælt gegn því að bændur standi í birgðasöfnun, þar sem gert er ráð fyrir enn meiri verðlækkunum.

 

Samkvæmt kornmarkaði Kaupmannahafnar er verð á fóðurhveiti nú 79 dkk/100 kg, sem eru ca. 18.800 isk tonnið. Byggverðið er enn lægra, 68 dkk/100 kg, sem eru ca. 16.200 kr pr. tonn.

 

Sojabaunaakur í brasilíska fylkinu Paraná, myndin var tekin þann 23. febrúar 2008 í ferð Bændaferða og LK

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bústnar baunir!