
Söguleg lækkun á kjarnfóðri hjá Landstólpa
01.12.2016
Frá og með 1. desember 2016 lækkar Landstólpi verð á öllu kjarnfóðri um 7% í kjölfar styrkingu krónunnar, segir í fréttatilkynningu fyrirtækisins. Þar segir ennfremur: „Hráefnisverð hefur haldist svo til óbreytt og þar með hleypir Landstólpi allri styrkingu krónunnar til viðskiptavina sinna frá síðustu verðlagsákvörðun.
Þess má geta að Landstólpi sat hjá í hækkunum keppinauta í júlí síðastliðnum.“
Verðskrá naut.is yfir kjarnfóðurverð, verður uppfærð á næstu dögum/SS.