Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Snjallsímar leysa mörg vandamál

04.05.2013

Það er óhætt að segja að snjallsímar séu mikið tækniundur enda í raun litlar lófatölvur sem geta hreint ótrúlegustu hluti. Margir bændur eru þegar komnir með snjallsíma og nánast á hverjum degi bætast við ný smáforrit (App) sem létta bændum heimsins vinnu sína. En hver er útbreiðslan hér á landi? Við spyrjum m.a. að því í smákönnun hér á síðunni enda forvitnilegt að sjá hvort stórt hlutfall notenda naut.is notist við snjallsíma og/eða Facebook.

 

Könnun sem gerð var meðal danskra bænda fyrir skömmu leiddi í ljós að 53% þeirra eru komnir með snjallsíma en fyrir ári síðan var hlutfallið 27%, þ.e. tvöföldun á einu ári. Hins vegar er um fjórðungur danskra bænda með Facebook, sem þó er afar hátt hlutfall í raun. Þessi hraða útbreiðsla hefur gert það að verkum að bæði ráðgjafaþjónustan og fréttaveitur eru að þróa framboð sitt í nýja átt sem hentar breyttum tímum.

 

Þessi þróun er gríðarlega hröð og viðbúið að þjónustuaðilar bænda séu vart búnir að átta sig á því hve miklir möguleikar fylgi snjallsímum. Þetta snýr auðvitað bæði að nauðsyn þess að setja heimasíður upp þannig að lestur þeirra henti snjallsímum en einnig snýr þetta að framleiðslu á smáforritum.

 

En hvers konar sérhæfðu smáforrit í landbúnaði má þá nálgast í dag? Það væri nú trúlega til þess að æra óstöðugan að reyna að halda úti lista um góð smáforrit fyrir snjallsíma, en leita má að þessu á netinu og koma þá upp þúsundir valmöguleika oftast þó erlend smáforrit! Þannig má t.d. nálgast veðurforrit, spáforrit um uppskeru, forrit sem halda utan um lög og reglulgerðir (fyrir bandaríska bændur).

 

Í dag eru einnig komin smáforrit sem létta bændum dagleg störf og t.d. má í því sambandi nefna að fyrirtækið DeLaval hefur gefið út myndskreytt veggspjald með sk. QR kóðum af helstu stöðum á mjaltaþjóni þeirra sem þarf að hafa eftirlit með. Veggspjaldið er plastað og því ætlað að hanga nálægt mjaltaþjóninum. Með því að skanna inn kóðann á viðkomandi stað á veggspjaldinu, fer umsvifalaust í gang kennslumyndband í símanum sem sýnir hvernig staðið er að viðkomandi viðgerð eða eftirliti. Lely er einnig með smáforrit sem auðveldar bændum að fletta í bæklingum ofl. svo óhætt er að fullyrða að flestir aðilar á markaðinum eru nú þegar að bjóða upp á þjónustu á þessu sviði/SS.