Smjörskortur í Finnlandi, Svíþjóð og Rússlandi
10.11.2011
Finnska afurðafyrirtækið Valio hefur á undanförnum vikum átt í erfiðleikum með að anna eftirspurn eftir smjöri í Finnlandi, Svíþjóð og Rússlandi. Skýringin liggur í minni innvigtun mjólkur í Finnlandi nú í haust, sem hefur nú leitt til þess að félagið hefur dregið úr framleiðslu á smjöri.
Samhliða hefur neysla á smjöri aukist verulega í Finnlandi, eða um heil 30% miðað við árið á undan. Ástæða þess er talin felast í breytingum á neysluhegðun og eru neytendur í auknum mæli farnir að kaupa meira af hreinum matvælum og þar með minna unnum vörum. Talið er að smjörverð muni nú hækka, amk. tímabundið, þar til jafnvægi næst á markaðinum á ný/SS.