Smjör auglýst í Bretlandi fyrir 2,5 milljónir á dag næsta ár !
08.10.2002
Dansk-Sænski mjólkurrisinn Arla Foods hefur sett í gang einhverja viðamestu auglýsingaherferð sem um getur, en um er að ræða markaðssetningu á smjöri í Bretlandi. Samkvæmt áætlun fyrirtækisins mun á næsta ári verða varið tæplega einum milljarði íslenskra króna (84 milljónir Dkr) til auglýsinga og kynningarstarfs með Nýsjálenska smjörið Fonterra, sem Arla framleiðir í dag fyrir Nýsjálendinga.
Heimild: www.landsbladet.dk