Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Smitast kúariða með tungunni ?

09.01.2003

Samkvæmt nýlegri bandarískri rannsókn hafa fundist vísbendingar um að kúariða geti smitast með tungunni í skepnunum, en mikið magn af sk. príón próteinum sem talin eru valda kúariðu hafa fundist í tungum sýktra nautgripa. Í rannsókninni voru hamstrar smitaðir með því að sprauta príón próteínum í heila þeirra og eftir nokkurn tíma kom í ljós að í tungum þeirra fannst mikið magn af príón próteinum.

Vísindamennirnir hafna því þó að fólk geti smitast af sjúkdóminum Jakob Creutzfeldt með því að borða kúariðusmitaðar tungur úr nautgripum. Smitleið á milli kúariðu og Creutzfeldt hefur ekki verið sönnuð og er mjög umdeilt meðal vísindamanna hvort tengsl séu yfirhöfuð þarna á milli.

 

Heimild: Lantbruk.com