Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Smákálfavikan: skita hjá smákálfum!

12.11.2015

Margir bændur eru nú með marga smákálfa í eldi og af því tilefni erum við með smákálfaviku hér á naut.is! Dagana 9. til og með 14. nóvember munum við birta 6 pistla hér á naut.is sem lúta allir að umhirðu og eldi á smákálfum, en tilgangurinn er að fara yfir sviðið og draga saman þekkingu um eldi og umhirðu á smákálfum.

 

Það þekkja það víst flestir að smákálfar geta fengið skitu og þá er um að gera að bregðast hratt og rétt við. Fyrir skitunni geta legið ýmsar orsakir, en þessar þó líklega helstar:

– Ekki nógu mikil broddmjólkurneysla kálfsins.

– Mikil smithætta í umhverfinu.

– Röng fóðurgjöf.

  

Ýmislegt er hægt til að minnka líkur á skitu kálfanna og í greinarsafni naut.is er hægt að lesa sér til um aðgerðir gegn skitu með því að smella hér

 

Eitt af því sem getur skýrt skitu kálfanna er röng fóðrunartækni en þegar kálfur gengur undir kú eftir fæðingu sýgur hann kúna 5-8 sinnum á dag, fyrstu dagana. Til að kálfarnir þrífist sem best þarf að líkja eftir þessu atferli kálfanna eftir því sem kostur er. Fóðrun kálfa með kálfafóstru (vél sem skammtar kálfum mjólk sjálfkrafa) er ágæt lausn í þessu tilfelli, en kostar þónokkra peninga. Önnur lausn getur verið að leyfa kálfunum að hafa frjálst aðgengi að súrmjólk. Með því að smella hér getur þú lesið nánar um fóðrunartæknina að nota túttur til þess að gefa súrmjólk/SS.