Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Smákálfavikan: Meiri mjólk í kulda hjálpar!

10.11.2015

Margir bændur eru nú með marga smákálfa í eldi og af því tilefni erum við með smákálfaviku hér á naut.is! Dagana 9. til og með 14. nóvember munum við birta 6 pistla hér á naut.is sem lúta allir að umhirðu og eldi á smákálfum, en tilgangurinn er að fara yfir sviðið og draga saman þekkingu um eldi og umhirðu á smákálfum.

 

Tilraun sem gerð var í Bandaríkjunum og greint var frá í sumar á ársfundi ADSA (American Dairy Science Association), hafði það að markmiði að skoða áhrif útihitastigs á smákálfa. Í ljós kom að þegar kalt er í veðri skiptir miklu máli að bæta kálfinum upp orkutapið með viðbótar mjólkurgjöf. Þess má reyndar geta að í tilrauninni var mældur lofthiti í kringum kálfana frá mínus -2,4°C og upp í +8,5°C.

 

Tilraunin var gerð á 16 Holstein smákálfum sem skipt var í tvo hópa. Annar hópurinn var á sk. orkulágu eldi og fékk 666 grömm mjólkurþurrefnis á dag en hinn hópurinn var á orkuhærra eldi og fékk 1.000 grömm mjólkurþurrefnis á dag. Fylgst var með líkamshita kálfanna og var hitastig kálfanna á orkuháa eldinu með 0,1°C hærra hitastig að jafnaði en hinir kálfarnir.

 

Það sem kom þó í ljós var að á nóttunni, þegar smákálfarnir lágu í „hreiðrum sínum“ hækkaði alltaf líkamshitinn um 0,5°C óháð gefnu mjólkurmagni. Niðurstaðan bendir til þess að þó svo að mjólkurmagnið skipti máli þegar líkamshitinn er annars vegar þá skiptir líklega meira máli að kálfarnir geti legið í þurrum og miklum hálmi þegar kaldast er.

 

Benda má á frekara lesefni um mikilvægi þess að kálfum standi til boða þurrt undirlag með því að smella á eldri frétt af naut.is hér/SS.