Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Smákálfavikan: að nota kálfafóstruna rétt!

14.11.2015

Margir bændur eru nú með marga smákálfa í eldi og af því tilefni erum við með smákálfaviku hér á naut.is! Dagana 9. til og með 14. nóvember munum við birta 6 pistla hér á naut.is sem lúta allir að umhirðu og eldi á smákálfum, en tilgangurinn er að fara yfir sviðið og draga saman þekkingu um eldi og umhirðu á smákálfum.

 

Notkun á kálfafóstrum hér á landi er all algeng og líklega fá lönd, hlutfallslega séð, sem eru með jafn margar fóstrur í gangi og einmitt hér. Það er þó ekki sjálfgefið að vel takist til með eldi smákálfanna með því einu að fjárfesta í fóstru. Við höfum nokkrum sinnum fjallað um kálfafóstrur hér á naut.is og að gefnu tilefni skal bent á nokkrar áhugaverðar greinar þar sem hægt er að fræðast um vinnubrögð í kringum kálfafóstrur:

 

Kálfafóstrur eru til í mismunandi útgáfum, en hægt er að skipta þeim gróflega upp í fóstrur með óheftum aðgangi og í tölvustýrðar fóstrur með takmörkuðu aðgengi að mjólk.

 

Hægt er að takmarka aðgang að mjólk með því að setja merki í eyru og/eða hálsband sem gerir það að verkum að fóstran getur þekkt hvern einstakling og gefið honum mjólk í fyrirfram ákveðnum skömmtum. Með því að smella hér getur þú fræðst nánar um almennt um kálfafóstrur.

 

Kálfafóstrur gera kálfinum kleift að viðhalda náttúrulegum drykkjuvenjum og hafa marga góða kosti bæði fyrir kálfinn og ræktandann. Samt sem áður ber nokkuð á því að nokkur bú geta átt við vandamál að stríða varðandi skitu og sogerfiðleika. Það getur jafnframt verið mjög erfitt að hafa marga kálfa á mismunandi aldri í hóp sem drekka úr sömu fóstru. Með því að smella hér getur þú fræðst nánar um kálfafóstrur og smit.

 

Þar sem kálfafóstrur eru, þarf að hugsa vel um nærumhverfi kálfanna og þar þarf að vera vel loftræst og undirlag kálfanna að vera mjúkt og þurrt. Það gerir kálfunum að sjálfsögðu gott og auðveldar allt eftirlit með þeim. Í hópstíum þarf að vera gott pláss fyrir kálfana og gott viðmið í því sambandi er 1,8 m2 pr. kálf (60-100 kg).

 

Kröfur kálfafóstranna sjálfra til umhverfis eru almennt séð ekki miklar en þær þurfa þó að vera í frostlausu rými með aðgengi að bæði rafmagni og vatni. Til viðbótar þarf að gera ráð fyrir geymslu á mjólkurdufti og hugsanlega kálfafóðurblöndu, sem oft gleymist við hönnun fjósa, auk þess sem mikill kostur er að hafa vask með heitu vatni nálægt fóstrunum vegna daglegra þrifa á þáttum sem kerfisþvottur ræður ekki við. Frá kálfafóstrunni þarf einnig að vera gott frárennsli vegna skolvatns frá þvottakerfinu en sömuleiðis þarf að vera gott frárennsli þaðan sem kálfunum er gefin mjólkin, þar sem þeir sulla alltaf eitthvað á því svæði, auk þess sem það þarf að þrífa reglulega. Með því að smella hér getur þú fræðst nánar um umhirðu á kálfafóstrum/SS