Beint í efni

Smákálfar fá oft of lítið af mótefnum með broddi

26.01.2012

Í bandarískri rannsókn, sem tók til 827 smákálfa, kom í ljós að 30% þeirra fengu minna af mótefnum (IgG) með broddmjólkinni en mælt er með. Rannsóknin var gerð á broddmjólk 67 kúabúa frá 12 fylkjum og miðaði að því að kanna mótefnastöðu í broddmjólk. Ráðlagt magn erlendis eru 50 mg af IgG í hverjum millilíter broddmjólkur en ef mótefnamagni er undir þessu viðmiðið aukast hætturnar á því að kálfarnir veikist.

 

Í rannsóknin staðfesti að broddmjólk fyrsta kálfs kvígna inniheldur alla jafna afar lítið af mótefnum miðað við broddmjólk eldri kúa. Þannig var IgG innihaldið 42 mg/ml hjá fyrsta kálfs kvígum, 69 mg/ml hjá annars kálfs kúm og 96 mg/ml hjá kúm sem báru þriðja kálfi. Benda má á að auðvelt er að mæla mótefnainnihald broddmjólkur með þar til gerðum flotmæli eins og sjá má á myndinni sem fylgir þessari frétt/SS – Kvæg 1/2012.