Beint í efni

Slegist um mjólkurframleiðsluna í Rússlandi

12.03.2012

Nú þegar markaðurinn í Rússlandi er farinn að vera opinn fyrir fjárfestingar sjá margir mikil tækifæri þar í landi innan landbúnaðarins. Áður höfum við sagt frá fjárfestingum Evrópskra félaga og fyrirtækja en fleiri vilja inn á hinn rússneska markað. Nú hefur Olam International frá Singapúr lagt 60 milljarða íkr. í afurðafélagið Rusmolco og eignast Olam Int. þar með 75% hlutafjár í afurðafélaginu.
 
Rusmolco er fyrrum samyrkjubú og hefur í dag 52 þúsund hektara lands og er með hvorki fleiri né færri en 7.200 mjólkurkýr. Þrátt fyrir mikinn fjölda kúa er ætlunin að gera Rusmolco enn stærra í framtíðinni og er stefnan sett á ræktun 130 þúsund hektara lands og 50 þúsund kýr! Til þess að taka þetta stóra skref mun Olam Int. verja á næstu 3-4 árum 50 milljörðum íkr. til viðbótar við áðurnefnda milljarðatugi, en samkvæmt áætlun fyrirtækisins verður heildar mjólkurframleiðslan þá komin í 500 milljónir lítra auk gríðarlegrar kornræktar.
 
Í dag er Rusmolco með 9 kúabú og fjórar afurðastöðvar í Penza héraðinu í vesturhluta Rússlands/SS.