Beint í efni

Sláturverð á kúm hækkar

21.05.2003

Í nýju yfirliti LK um verð sláturleyfishafa, sem birt er hér á vefnum (undir markaðsmál) kemur fram að verð eru farin að hækka aðeins í kúnum, en ungnautaverð standa í stað eða lækka örlítið á milli mánaða. Síðustu vikur hefur eftirspurn eftir kúm farið vaxandi sem skýrir vafalítið þessa verðþróun. Fram kemur í yfirlitinu að Sláturhúsið á Hellu greiðir nú hæsta verð fyrir KIA og Sláturfélag Suðurlands staðgreiðir nú kýrnar.