Beint í efni

Sláturleyfishafar keppast um viðskipti kúabænda

09.10.2004

Í dag tók gildi ný verðskrá hjá Sláturfélagi Suðurlands. Verð á ungnautum og kúm hækkaði um 1,5%, en einungis vika er síðan SS hækkaði verð á þessum sömu flokkum, en þá hækkuðu ungnaut um 2,1% og kýr um 4%. Þessi nýja verðskrá kemur í kjölfar hækkana hjá Sláturhúsinu á Hellu og Borgarness kjötvörum, en verð hjá þeim hækkuðu í liðinni viku. 

 

Smellið hér til að sjá nýjasta verðlista sláturleyfishafa.