Sláturhúsið Hellu hf. hækkar verðin
07.02.2005
Í dag hækkaði Sláturhúsið Hellu hf. verð á nautgripakjöti til bænda og greiðir eftir hækkunina hæstu verð allra sláturleyfishafa á landinu fyrir alla flokka ungneytakjöts yfir 230 kílóa fallþunga og einnig fyrir alla flokka fyrir kýr kálfa. Fram kemur í tilkynningu frá sláturhúsinu að meðalvigt á innlögðum gripum hafi verið að hækka nokkuð að undanförnu og
Sláturhúsið Hellu hf. vilji láta þá njóta hækkunarinnar sem eru að þyngja gripi sína. Samhliða hækkuninni eru aftur tekin upp þyngdarmörk við 230 kíló í öllum UN I flokkum. Engin þyngdarmörk verða hinsvegar í Úrvalsflokkum, en þyngdarmörk verða við 300 kíló í Holdaflokkum eins og verið hefur.
Verð fyrir holda og úrvalsflokka hækka um allt að 15 krónur og verða nú hæstu verð kr. 395,- fyrir holdanaut í UN Ú A flokki.
Ný verð Sláturhúss Hellu hf. má sjá með því að smella hér.