Beint í efni

Sláturhúsið Hellu hf. hækkar verð

02.09.2005

Þann 4. september næstkomandi mun taka gildi nýr verðlisti hjá Sláturhúsinu Hellu hf. Eftir hækkunina munu þeir vera með hæsta afurðaverð í 29 flokkum, og vera í efsta sæti á lista sláturleyfishafa samkvæmt reiknilíkani LK. Í öðru til þriðja sæti eru KS og Kaupfélag Króksfjarðar, en eins og bændur geta lesið um hér á vefnum eru kaupfélögin tvö komin með samstarfssamning sín á milli um afurðaverð á nautgripum. 

Smellið hér til að sjá nýjan verðlista sláturleyfishafa.

 

Smellið hér til að sjá niðurstöður reiknilíkans LK.