Sláturhúsið Hellu hf hækkar verð
03.01.2007
Sláturhúsið Hellu hf hefur hækkað verð á nokkrum flokkum nautgripakjöts og tók ný verðskrá gildi í gær, 2. janúar. Þá hefur verðlíkan LK einnig verið uppfært og tekið tillit til hækkaðra stýrivaxta Seðlabanka Íslands, en þeir eru 14,25% frá 20. desember 2006.