Beint í efni

Sláturhúsið Hellu hf. færir þyngdarmörk niður

25.07.2005

Sláturhúsið Hellu hf. hefur fært niður þyngdarmörk á UNI A í 210 kg, sem þýðir að gripir sem eru með fallþunga frá 210 kg og upp úr eru í hæsta verðflokki. Samkvæmt verðlíkani LK um verðmæti sláturgripa færist Sláturhúsið Hellu hf. upp um eitt sæti við þessa breytingu.