Sláturhúsið Hellu hf. 10 ára
09.11.2011
Sláturhúsið Hellu hf. var stofnað 10.10’01 og nú hefur verið ákveðið að halda upp á afmælið 11.11’11 frá kl. 15:00 til 18:00 í nýju kjötvinnsluhúsnæði við hliðina á Sláturhúsinu að Suðurlandsvegi 6.
Sláturhúsið á Suðurlandsvegi 8, verður líka opið til skoðunar eftir miklar endurbætur að undanförnu. Eins og lesendur naut.is þekkja er þennan sama dag opið hús í Stóra-Ármóti, svo segja má að mikið verði að gera á Suðurlandi á föstudaginn kemur!
Í fréttatilkynningu fyrirtækisins segir m.a. að boðnir eru hluthafar, innleggjendur og viðskiptavinir Sláturhússins.
Dagskrá:
– Móttaka hefst kl. 15:00
– Ávarp Þorgils Torfa Jónssonar, framkvæmdarstjóra kl. 15:30
– Afhending viðurkenningar fyrir þyngsta innlagða nautið s.l. 10 ár
– Nýtt merki “lógó“ fyrir sláturhúsið og kjötvinnsluna verður afhjúpað
– Heilgrillað naut í umsjá Guðmars Jóns Tómassonar sláturhússtjóra
– Nauta-ródeó, stjórn Sláturhússins mun spreyta sig við að sitja “nautið“
– Hoppukastalar verða á svæðinu fyrir unga fólkið
– Afmælistilboð og vörukynningar verða í Pakkhúsinu Hellu
Létt músik verður í umsjá Rangæingsins Hreims í Land og sonum. Boðið verður upp á létta rétti úr nauta og folaldakjöti ásamt léttum veitingum/SS