Beint í efni

Sláturhúsið á Hellu bregst við verðhækkunum SS

27.07.2004

Í morgun var gerð breyting á gildandi verðlista hjá Sláturhúsinu á Hellu. Sláturhúsið á Hellu greiðir nú hæsta verð á alla flokka nautgripakjöts hérlendis og hefur jafnframt lækkað þungaviðmiðun úr 230 kg. í 200 kg. Bændur fá því í dag mun hærra verð fyrir léttari gripi en áður var unnt. Með þessum verðbreytingum hefur Sláturhúsið á Hellu bætt um betur frá þeim verðbreytingum sem SS gerði á sínum verðlistum sl. föstudag og

 

til viðbótar fá bændur afurðir sínar greiddar fyrr hjá Sláturhúsinu á Hellu en hjá flestum öðrum sláturleyfishöfum. Fastlega má gera ráð fyrir að samkeppni sláturleyfishafanna um viðskipti kúabænda harðni enn á komandi vikum og verðbreytingar verði gerðar hjá fleiri sláturleyfishöfum.

 

Smelltu hér til að sjá gildandi verðlista sláturleyfishafa landsins.