Sláturhús KVH ehf. og KS greiða uppbót – hækka heimtökugjald
05.03.2012
Kjötafurðastöð KS á Sauðárkróki og Sláturhús KVH á Hvammstanga hafa ákveðið að greiða öllum innleggjendum
2,15% uppbót fyrir innlegg síðasta árs. Alls er upphæðin 39 milljónir króna sem er til skiptanna. Uppbótin verður greidd út á næstu dögum til þeirra sem lögðu inn sauðfé, nautgripi og hross á árinu. Jafnframt hafa þessi sláturhús ákveðið að hækka verð á heimtöku upp í 100 kr/kg og tók sú ákvörðun gildi 1. mars. sl./BHB