Sláturfélag Suðurlands hækkar verð til bænda
04.10.2004
Í dag tók gildi ný verðskrá hjá SS og hækkaði verð á ungnautum um 2,1% og á kúm um 4%. Jafnframt hefur SS breytt greiðslufyrirkomulagi og munu bændur fá greitt sitt innlegg fyrsta mánudag eftir sláturviku. Eftir þessa verðbreytingu greiðir SS að jafnaði hæsta verð á landinu fyrir fullorðna gripi. Sjá nánar gildandi verð sláturleyfishafa með því að smella hér.