Beint í efni

Sláttur hafinn í Eyjafirði og undir Eyjafjöllum

08.06.2007

Sláttur hófst á bæjunum Ásólfsskála undir Eyjafjöllum og Hvammi í Eyjafjarðarsveit í morgun. Túngrös hafa tekið afar vel við sér í hlýindum og rekju undanfarinna daga, eftir fremur kaldan maímánuð. Þó ber að líta til þess að mars og apríl voru afar hlýir, t.d. var meðalhiti 3,3 gráðum yfir meðallagi í báðum mánuðum á Akureyri. Gróður var því nokkuð á veg kominn í upphafi síðasta mánaðar þegar kólnaði.

Veðurspá næstu daga er nokkuð góð og er líklegt að sláttur hefjist á fleiri bæjum á framangreindum landssvæðum næstu daga.

 

Heimild: www.bssl.is.