Skýrsluhaldskerfi BÍ í endurskoðun
09.06.2005
Bændasamtök Íslands hafa komið á fót vinnuhópi sem hefur það hlutverk að gera þarfagreiningu á skýrsluhaldskerfi nautgriparæktarinnar. Markmið vinnunnar er að í kjölfar greiningarinnar verði hafist handa við endurskoðun gagnagáttar nautgriparæktarinnar (Huppu, www.huppa.is) með það að markmiði að það kerfi taki við af
skýrsluhaldskerfi nautgriparæktarinnar eins og það er í dag.
Í vinnuhópnum eru margir af helstu nautgriparæktarráðunautum landsins en formaður vinnuhópsins er Hallgrímur Sveinsson, forritari hjá Bændasamtökunum (hs@bondi.is). Aðrir í hópnum eru:
- Guðný Helga Björnsdóttir, kúabóndi (stjórnarmaður LK) og nautgriparæktarráðunautur Ráðunautaþjónustu Húnaþings og Stranda (ghb@bondi.is)
- Baldur Helgi Benjamínsson, kúabóndi og nautgriapræktarráðunautur Bændasamtaka Íslands (bhb@bondi.is)
- Jón Viðar Jónmundsson, nautgriparæktarráðunautur Bændasamtaka Íslands (jvj@bondi.is)
- Guðmundur Jóhannesson, nautgriparæktarráðunautur Búnaðarsambands Suðurlands (mundi@bssl.is)
- Guðmundur Steindórsson, nautgriparæktarráðunautur Ráðgjafaþjónustunnar á Norð-Austurlandi (gps@bondi.is)