
Skýrsluhald um búrekstur
03.07.2012
Niðurstöður úr rekstrargagnagrunni BÍ liggja fyrir vegna ársins 2011. Gögnin byggja á meðaltölum áranna 2006 til og með 2011 samkvæmt skráningu bænda á bókhaldi búa sinna í bókhaldsforritinu dkBúbót. Gögn hafa borist frá 75 til 91 kúabúi á árunum 2006–2010 og 54 kúabúum fyrir árið 2011. Árin 2006-2010 sendu 43 til 57 sauðfjárbú inn gögn, en einungis 33 árið 2011. Mun færri bú eru á bak við fyrri ár og er því ekki birt niðurstaða fyrri ára. Við mynnum bændur sem nota dkBúbót á að senda inn gögn og að hægt er að senda inn gögn eins langt aftur og bókhaldið nær. Einnig þurfa rekstraraðilar að skila inn upplýstu samþykki áður en gögn eru nýtanleg. Nánari upplýsingar er að finna hér.