Skýrsla um samráðsþing MAST 2010
24.06.2010
Fyrsta samráðsþing Matvælastofnunar var haldið fimmtudaginn 29. apríl sl. og í gær kom út skýrsla um þingið. Þingið hafði það að markmiði að styrkja samskipti MAST við eftirlitsþega og aðra viðskiptavini og var LK, auk annarra búgreinafélaga og BÍ, m.a. boðið að senda fulltrúa á fundinn og koma sjónarmiðum kúabænda á framfæri í umræðuhópum. Fyrir hönd LK sátu fundinn þau
Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri LK og stjórnarmennirnir Sigurður Loftsson, Sigurgeir Hreinsson og Guðný Helga Björnsdóttir.
Í skýrslunni kemur m.a. fram sú margítrekaða krafa LK að einfalda beri eftirlitið með fjósum landsins og gera það skilvirkara. Ennfremur sú eðlilega krafa að tekin sé út öll skoðunarskild aðstaða og að tekið skuli hart á þeim sem brjóta lög og reglugerðir.
Niðurstöður hópumræðna hafa nú verið teknar saman í skýrslu sem má lesa með því að smella hér.